Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15.12.2021 08:49
SA segja ljós við enda ganganna ekki réttlæta aðgerðaleysi í ríkisfjármálum Samtök atvinnulífsins leggja einkum til þrenns konar úrbætur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í umsögn sinni við frumvarpið. SA gagnrýna þar einnig skort á aðhaldi í ríkisfjármálunum á sama tíma og vaxtastig fer hækkandi. Ljóst sé að umbætur þurfi á vinnumarkaðslíkaninu. 14.12.2021 18:00
Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14.12.2021 09:53
Andrea Sigurðardóttir til Marels Andrea Sigurðardóttir blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu hefur tekið við starfi hjá Marel en þar mun hún sinna verkefnastjórn á samskiptasviði. 10.12.2021 13:29
Baldur úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta staðfestir Baldur í samtali við Innherja. 9.12.2021 17:39
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Fortuna Invest, Agnar Tómas Möller og Örn Þorsteinsson tilnefnd í flokknum Spámaðurinn Fortuna Invest, Örn Þorsteinsson hjá Akta og Agnar Tómas Möller hjá Kviku eru öll tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Spámaðurinn. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi. 8.12.2021 14:58
Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8.12.2021 06:00
Vigdís lagði til að víkja Baldri úr nefndum og kaus sjálfa sig í staðinn Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn, tók sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði auk umhverfis- og heilbrigðisráði á borgarstjórnarfundi í kvöld í stað varaborgarfulltrúa síns, Baldurs Borgþórssonar. 7.12.2021 23:33
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Ásta, Sindri og Arnar tilnefnd í flokknum Kaupmaður ársins Ásta Fjeldsted í Krónunni, Sindri Snær Jensson í Húrra og Arnar Sigurðsson í Santé eru þrjú tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Kaupmaður ársins. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi. 4.12.2021 11:01
Kvikmyndamiðstöð þvertekur fyrir að ætla sér í samkeppni við einkareknar streymisveitur Fulltrúi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir misskilnings gæta í umræðunni um uppbyggingu streymisveitu á vegum ríkisins sem fulltrúar fjarskiptafyrirtækja hafa gagnrýnt undanfarna daga. 4.12.2021 09:00