Rikka og Kári gengin í það heilaga Athafnakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, og Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði á fjárfestingabankans JP Morgan í London, giftu sig í byrjun október. 21.11.2021 21:11
Urðu að taka barn með keisaraskurði vegna Covid-veikinda móður Fæðingardeild Landspítala varð að taka barn Covid-veikrar móður með keisaraskurði fyrr í þessum mánuði vegna veikinda hennar. 21.11.2021 19:46
Sandkassinn: Strákarnir takast á við Battlefield skrímslið Strákarnir í Sandkassanum ætla að valda usla í kvöld. Í streymi kvöldsins ætla þeir að spila Battlefield 2042, sem snýst um að fremja umfangsmikil rán og verjast lögreglunni. 21.11.2021 19:31
Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21.11.2021 19:07
Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar dvaldi sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í fréttaauka að loknum íþróttafréttum. 21.11.2021 18:26
Meghan Markle í falinni myndavél Meghan Markle, leikkonan og hertogaynjan af Sussex, fór á kostum í falinni myndavél í spjallþætti hjá bandarísku sjónvarpskonunni Ellen DeGeneres í vikunni. 20.11.2021 23:41
Fyrsta andlát af völdum Covid í Grænlandi Eldri maður lést af völdum Covid-19 á Grænlandi í vikunni en hann er sá fyrsti sem deyr vegna veirunnar í landinu. 20.11.2021 23:07
Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. 20.11.2021 22:20
Kanye og Drake halda tónleika saman Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Drake, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust óvænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tónleikum þann 9. desember næstkomandi í tilraun til að reyna að fá bandarísk yfirvöld til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum. 20.11.2021 21:36
Banvænasta árið frá upphafi mælinga Haldið er upp á minningardag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ísland ekki undanskilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina. 20.11.2021 20:59