Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Lögreglan er með mikið viðbragð í nágrenni við Selfoss. Lögreglubílar og sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang. 20.4.2025 10:56
Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að frá því að páskavopnahlé Pútíns Rússlandsforseta tók gildi klukkan sex í gærkvöld og til miðnættis hafi Rússar gert 387 stórskotaliðsárásir, 19 áhlaup og 290 flygildaárásir. 20.4.2025 09:27
Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda. 20.4.2025 08:54
Rólegheitaveður á páskadag Víðáttumikill hæðarhryggur norður í hafi teygir sig yfir landið og gefur yfirleitt mjög hægan vind á páskadag. Lægð suðvestur af landinu veldur þó austankalda eða -strekking allra syðst. 20.4.2025 07:29
Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Lögregla hóf eftirför á eftir bíl sem ekið var talsvert yfir hámarkshraða á Hafnarfjarðarvegi í nótt. Þegar lögreglumenn gáfu ökumanni stöðvunarmerki jók hann ferðina og reyndi að stinga lögreglu af. Ökumaðurinn var handtekinn þegar hann stöðvaði loks bílinn og reyndist undir aldri. 20.4.2025 07:20
Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15.4.2025 23:09
Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her eða um 72 prósent aðspurðra. Aðeins fjórtán prósent eru hlynnt stofnun íslensks hers og svipað hlutfall er hvorki hlynnt því né andvígt. 15.4.2025 21:59
Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. 15.4.2025 21:46
Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir það vera áhætturekstur að reka óklóraða sundlaug eða baðlón þar sem heilsuspillandi bakteríur laumist með óböðuðum ferðamönnum víða í sundlaugum landsins. 15.4.2025 20:32
„Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi hafa þungar áhyggjur af stöðu dagvistunar í bænum. Dæmi eru um að börn séu allt að 28 mánaða gömul þegar þau fá inn á leikskóla í bænum. Móðir drengs á öðru aldursári segir ekki verða mikið eftir af barnafjölskyldum í bænum nema ástandið verði bætt. 15.4.2025 19:47