Sjö sóttu um embætti skólameistara Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust sjö umsóknir um embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans í Kópavogi. 22.4.2024 17:17
Atvinnurekendur í Grindavík krefjast úrræða Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði. 21.4.2024 23:16
Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. 21.4.2024 20:28
Siggi stormur lofar hlýju og sólríku sumri Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, segir einstaka veðurblíðu vera framundan og ekki nóg með það heldur sé sólríkt, hlýtt og þurrt sumar í kortunum. 21.4.2024 19:27
Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. 21.4.2024 18:46
Varnarmál efst á baugi nýs formanns Mona Juul er nýr formaður danska íhaldsflokksins eftir kosningar á landsþingi flokksins sem haldinn var í dag. Á þrennu bar í fyrstu ræðu hennar sem formaður: varnarmálum, fjölskyldumálum og loftslagsmálum. 21.4.2024 18:10
Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir fjórum sakborningum sem handteknir voru vegna rannsóknar á meintu manndrápi í uppsveitum Árnessýslu í gær. 21.4.2024 17:27
„Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. 20.4.2024 23:42
Tveir unnu átján milljón krónur í Lottó Tveir stálheppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í Lottó-drætti kvöldsins. Þeir skiptu með sér þreföldum potti og hlýtur hvor þeirra tæplega átján milljón króna vinning. 20.4.2024 21:54
Frumvarp um bann við TikTok samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum. 20.4.2024 21:50