„Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2024 23:42 Sabine Leskopf harmar að flokkurinn hafi ekki treyst sér til að greiða atkvæði með ályktun sinni. Vísir/Samsett Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart. Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart.
Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51