Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Ísland mun taka þátt í að stofna sameiginlega netöryggismiðstöð með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Þau ríki sem koma að miðstöðinni munu koma á fót sameiginlegum greiningarbúnaði og svæðisbundinni gagnadeilingu til að nýta rauntímaupplýsingar og verjast netárásum. 17.12.2025 15:30
Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla. 17.12.2025 14:56
Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Áður en Jeffrey Epstein var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna og ungra kvenna um árabil, hafði hann safnað umfangsmiklum auðæfum. Hvernig hann gerði það hefur aldrei verið ljóst en svo virðist sem hann hafi að mestu gert það með svikum og prettum. 17.12.2025 14:30
Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fjölgaði í gær verulega þeim sem mega ekki ferðast til Bandaríkjanna, eða sæta takmörkunum á ferðalögum þangað. Hann bætti tuttugu ríkjum við á lista slíkra ríkja og eru þau nú orðin 39 en ríkisstjórn hans leggur mikið púður í það að draga úr fjölda innflytjenda í Bandaríkjunum, hvort sem þeir dvelja þar með ólöglegum hætti eða ekki. 17.12.2025 10:10
Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista. 16.12.2025 16:58
Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16.12.2025 14:45
Lögðu lengi á ráðin um herlög Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, ætlaði að nota herlög til að losa sig við pólitíska andstæðinga sína og taka sér aukin völd í landinu. Hann og bandamenn hans í hernum reyndu einnig að auka spennuna milli Suður- og Norður-Kóreu til að réttlæta beitingu herlaga og undirbjuggu áætlun sína í meira en ár. 16.12.2025 13:26
Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands. 16.12.2025 11:11
Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Lögregluþjónar vestanhafs leita enn manns sem myrti tvo og særði níu í skotárás í Brown-háskólanum á laugardaginn. Heimamenn í bænum Providence í Rhode Island og nemendur við skólann eru ósáttir vegna slæms öryggisástands í skólanum og yfir viðbrögðum yfirvalda. 16.12.2025 09:58
Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Fjórir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að sprengja sprengjur víðsvegar um Kaliforníu á nýárskvöld og ráðast á skotmörk sem tengjast Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Mennirnir eru sagðir tilheyra anga samtaka sem kallast Turtle Island Liberation Front. 15.12.2025 16:55