Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Boeing fær að smíða orrustu­þotur fram­tíðarinnar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur veitt Boeing samning um að smíða næstu kynslóð bandarískra herþota. Ákvörðunin þykir mikill fengur fyrir Boeing en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðið fyrir margvíslegum og alvarlegum vandamálum á undanförnum árum.

For­seta­höllin í höndum hersins eftir tveggja ára á­tök

Stjórnarher Súdan hefur náð tökum á forsetahöllinni í Khartoum, höfuðborg landsins. Um er að ræða mjög táknrænan árangur eftir rúmlega tveggja ára átök hersins við sveitir Rapid support forces, eða RSF. Hörð átök hafa átt sér stað í borginni að undanförnu og hefur hernum vaxið ásmegin gegn RSF.

Hótar að inn­lima sí­fellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði.

Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla

Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan.

Trump segir skemmdar­verk á Teslum hryðju­verk

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, segja að skemmdarverk á Teslum séu hryðjuverk. Þeim sem fremji slík brot verði refsað harðlega. Þetta sögðu þau í kjölfar fjölda skemmdarverka á Teslum í Bandaríkjunum og íkveikja á bílasölum.

Sam­þykkti að hætta á­rásum á orkuinnviði

Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé.

Sam­þykktu breytingar á stjórnar­skrá Þýska­lands

Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála.

Síðasti flug­maðurinn úr orrustunni um Bret­land er látinn

John „Paddy“ Hemingway, sem kallaður hefur verið síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland, er látinn. Hann var 105 ára gamall en þegar hann var 21 árs gamall varði hann Bretlandseyjar í háloftunum gegn þýskum flugmönnum í seinni heimsstyrjöldinni.

Sögu­leg á­rás dróna og ró­bóta

Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum.

Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar

Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt.

Sjá meira