Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Plortedo heldur til Landanna á milli

Plortedo, eða Björn, mun kanna Löndin á milli í Elden Ring í GameTíví þætti kvöldsins. Er það liður í að hita upp fyrir útgáfu aukapakkans Shadow of the Erdtree sem kemur út næsta föstudag.

Endurvekjum skikkjuna strax!

Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar.

GameTíví: Plorrinn spilar Fallout

Björn Atli, eða Plorrinn, vaknar af tvö hundruð ára dvala í kvöld og heldur út í auðnina við Boston. Í kvöld heldur þátturinn Plorrinn Plays, þar sem Björn ætlar að spila „survival mode“ í Fallout 4, áfram á GameTíví.

Ghost of Tsushima: Kominn út á PC og enn geggjaður

Ghost of Tsushima er ekkert verri á PC en hann var á PS5. Þetta er enn einn af mínum uppáhaldsleikjum. Fáir leikir hafa jafn gott andrúmsloft og þessi þar sem berjast þarf gegn hjörðum Mongóla, í einstöku umhverfi.

„Við búum í fasísku ríki“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum.

Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loft­á­rásir

Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower.

Ó­lík­legt að Trump fari í fangelsi

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær sakfelldur fyrir skjalafals til að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016, með því markmiði að afvegaleiða kjósendur. Ólíklegt þykir að Trump verði dæmdur í fangelsi, þó það sé möguleiki, en lögmaður hans segir að forsetinn fyrrverandi ætli að áfrýja sakfellingunni.

Vilja rann­saka meint sam­ráð með OPEC

Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins, hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna beiti öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðsamráð í olíuiðnaði Bandaríkjanna. Þingmennirnir vilja að meint samráð verði rannsakað og forsvarsmenn fyrirtækja ákærðir, þyki tilefni til.

Sjá meira