Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur

Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum.

McCarthy í basli og þingið lamað

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi.

Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp

Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun.

Íhuga að aflétta rýmingum

Verið er að íhuga að aflétta rýmingum á Seyðisfirði, þar sem nóttin þótti tíðindalaus. Mikið rigndi þó í nótt og er vatn víða.

Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni

Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð.

Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh

Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu.

Telja eldflaugina hafa verið úkraínska

Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina.

Sjá meira