Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu

Rússar halda þúsundum óbreyttra úkraínskra borgara í fangelsum, bæði á yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og í Rússlandi. Verið er að undirbúa mögulega fangelsun þúsunda Úkraínumanna til viðbótar en margir borgarar eru þvingaðir til þrælkunarvinnu.

„Ég er mikill daðrari“

Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum.

Hús hrynj­a vegn­a for­dæm­a­lausr­a flóð­a

Rúmlega hundrað manns hafa látið lífið vegna umfangsmikilla flóða í norðurhluta Indlands í vikunni. Flóðunum hefur verið lýst sem fordæmalausum en þau fylgja fordæmalausum rigningum á monsúntímabilinu svokallaða, sem hófst í síðasta mánuði.

Dúós: Pétur Jóhann reyndi að spila Call of Duty

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós.

„Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“

Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið.

„Við erum ekki Amazon“

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“.

Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum við dyr Alþingis

Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum á gangstéttina við dyr Alþingishússins í nótt. Þannig mótmælti hann stöðvun strandveiða við Ísland en vertíðin þetta sumarið var sú stysta frá því strandveiðar hófust.

Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins

Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush.

Synapse: Hugarorkan ræður ríkjum í Sýndarveruleika

Synapse, nýjasti sýndarveruleikaleikur PSVR2, sýnir mátt tækninnar gífurlega vel. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur á köflum. Í Synapse fær maður að fleygja hlutum og óvinum til og frá með hugarorkunni, skjóta óvini með byssum eða sprengja þá í loft upp.

Sjá meira