Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lítið að gerast í nótt

Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig.

Dúós: Pétur lét reyna á taugarnar

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós.

Final Fantasy XVI: Guðir berjast í sjónrænu ævintýri

Final Fantasy leikjaserían er ein þeirra elstu og vinsælustu í heimi. Nýjasti leikurinn, sem ber nafnið Final Fantasy XVI, er stútfullur af sjónrænum og skemmtilegum hasar. Bardagakerfi leiksins og hasarinn heldur leiknum á lofti, sem er á köflum frekar hægur.

Wagner-liðar fá sakar­upp­gjöf og Prigoz­hin fer til Bela­rús

Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina.

Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur

Yevgeny Prigozhin, rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn Wagner Group og hefur tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu, lýsti því yfir í kvöld að leiðtogaráð Wagner hefði ákveðið að fara í hart gegn leiðtogum Varnarmálaráðuneytis Rússlands og að „rústa“ öllum sem standa í vegi þeirra.

Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi

Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða.

Nota fjarstýrðan kafbát en súrefnið á þrotum

Leitarmenn á Atlantshafi eru byrjaðir að nota franskan fjarstýrðan kafbát sem hægt er að nota til að senda myndir frá botni hafsins til yfirborðsins í rauntíma. Með honum geta leitarmenn séð botninn og leitað kafbátsins Títan, sem týndist á sunnudaginn er verið var að kafa honum að flaki skipsins Titanic.

Dúós: Pétur Jóhann unir sér í óreiðunni

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós.

Reyna að tæla Indverja frá Rússum

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum.

Sjá meira