Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pence býður sig fram

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur.

Er gagnsókn Úkraínumanna hafin?

Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu.

Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta

Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana.

Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC

Engin lifði af þegar einkaflugvél brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Áður en hún brotlenti var henni flogið beint yfir höfuðborg Bandaríkjanna og svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum og virðist flugvélin hafa verið stjórnlaus. Því voru orrustuþotur sendar til móts við hana.

Okkar eigið Ís­land: Á brjóstunum í Beru­firði

Ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson heldur áfram ferðalögum sínum í þáttunum Okkar eigið Ísland. Í þessum fimmta þætti fer hann á Vestfirði og skellir sér á Vaðalfjöll sem liggja á Berufirði og Þorskafirði.

Bein útsending: Bylgjulestin rúllar af stað

Bylgjulestin er lögð af stað og mun ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar. Fyrst kemur lestin við í Grindavík þar sem þau Svali, Vala Eiríks og Ómar Úlfur verða í beinni útsendingu frá sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík.

Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma.

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt en 120 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í gærkvöldi til fimm í nótt. Þar af snerust mörg um umferð og bíla, þar sem fólk var stöðvað vegna öryggisbelta, nagladekkja ljósa og aksturs án ökuréttinda.

The Lord of the Rings Gollum: Versti leikur ársins, hingað til

Góðir leikir fá mann oft til að hugsa. Oftast um það hvað allt er ömurlegt og hvað það sökkar að geta ekki galdrað, stýrt einhverju með hugarorkunni eða af hverju ég fæ bara ekki að ráða öllu, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru leikir eins og Gollum, sem fá mann til að hugsa: „Spilaði enginn þennan leik áður en þeir gáfu hann út?“

Sjá meira