Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vörpuðu milljörðum erfða­breyttra fræja yfir akra Afgan­istan

Bandaríkjamenn vörpuðu ekki eingöngu sprengjum og fallhlífarhermönnum úr háloftunum yfir Afganistan á þeim tuttugu árum sem stríðið gegn Talibönum og al-Qaeda stóð yfir. Útsendarar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, vörpuðu einnig reglulega milljónum valmúafræja á akra landsins, með því markmiði að draga úr heróínframleiðslu.

Sagði Trump hafa varið klukku­stundum með fórnar­lambi sínu

Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins.

Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíba­hafsins

Stærsta flugmóðurskip heims er nú komið til Karíbahafsins og bætir þar verulega við þann herafla Bandaríkjamanna sem Donald Trump, forseti, hefur áður sent á svæðið. Yfirvöld í Venesúela boða heræfingar vegna aukinnar hernaðaruppbyggingar Bandaríkjamanna.

Fundur fólksins veg­legur í ár

Fundur fólksins, sem er ráðstefna á vegum Almannaheilla, fer fram á morgun. Um er að ræða stærsta viðburð samtakanna á árinu.

PlayStation 5 slær Xbox 360 við

Japanska fyrirtækið Sony hefur selt 84,2 milljónir eintaka af PlayStation 5 leikjatölvunni. Þannig hefur tölvan formlega tekið fram úr Xbox 360 leikjatölvunni og öllum öðrum leikjatölvum Microsoft í gegnum árin.

Hútar hættir á­rásum á skip og Ísrael

Leiðtogar Húta í Jemen hafa gefið til kynna að þeir séu hættir árásum á bæði Ísrael og fraktskip á Rauðahafi. Er það vegna óstöðugs vopnahlés á Gasaströndinni, samkvæmt bréfi sem Qassam stórfylkin, hernaðarvængur Hamas, birti nýverið.

Reyna að halda sjald­gæfum málmum frá hernum

Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið.

Sprengdi sig í loft upp við dómshús

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan dómshús í Islamabad í Pakistan í morgun. Þá særðust að minnsta kosti 27 í árásinni en enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð á henni enn sem komið er.

Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu

Forsvarsmenn sjálfstæðrar andspillingarrannsóknarstofnunar Úkraínu, sem kallast NABU, segjast rannsaka umfangsmikið spillingarmál í orkugeira ríkisins. Rannsóknin er meðal annars sögð snúa að meintum umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum sem tengjast ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver.

Sjá meira