Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur

Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar.

Leyn­i­leg skjöl fund­ust á eink­a­skrif­stof­u Bid­ens

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag.

Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög

Hinn umdeildi bandaríski þingmaður, George Santos, stendur frammi fyrir mögulegri rannsókn Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC). Það er eftir að hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fram kvörtun um að hann hefði brotið lög varðandi kosningar.

„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“

Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin.

Ákveða á næstu vikum hvort Trump verði ákærður

Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna afskipta hans af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lokið störfum. Ekki er ljóst hvort Trump verði ákærður en ákveða á seinna í mánuðinum hvort opinbera eigi skýrslu ákærudómstólsins eða ekki.

Lofa þremur sigrum í Warzone

Strákarnir í GameTíví ætla að herja á aðra spilara í Warzone 2. Ekki nóg með það heldur lofa þeir því að ná þremur sigrum í Al Mazrah.

Íhuga að senda breska skriðdreka

Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Eflingar segir komið að ögurstundu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Deiluaðilar funda hjá ríkissáttasemjara á morgun, klukkustund áður en nýtt gagntilboð Eflingar rennur út. Efling boðar verkfall, taki SA ekki tilboðið til grundvallar.

Bakstungur í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum ætla að verja kvöldinu í að stinga hvorn annan í bakið. Þeir spila morðleikinn Among Us í hverjum mánuði.

Sjá meira