Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vill mennina aftur í gæsluvarðhald

Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás.

Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði

Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir séu að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári.

Segir Helga vera að passa upp á vörumerkið

Katrín Lóa Kristrúnardóttir, sem sakað hefur Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti, segist telja að afsökunarbeiðni Helga sé ætlað að verja vörumerki hans, hann sjái ekki eftir neinu.

Skallaði lögregluþjón

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Þegar lögregluþjóna bar að garði skallaði maðurinn þó einn þeirra og var hann í kjölfarið handtekinn.

Gamevera í jólastuði

Marín í Gameverunni verður með sannkallaðan jólaþátt í kvöld. Hún mun fá til sín góðan gest, auk þess sem hún mun spila tölvuleiki, spjalla við áhorfendur og gefa þeim gjafir.

Sérfræðingar Europol töldu mennina við það að fremja hryðjuverk

Mennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir að undirbúa hryðjuverk ræddu sín á milli að keyra trukk í gegnum gleðigönguna. Þeir töluðu einnig um að gera árásir á Alþingi, dómsmálaráðuneytið og lögregluna, auk þess sem þeir töluðu um að myrða nafngreinda einstaklinga.

Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni

Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti að hafa skýlin opin á morgun. Við fjöllum ítarlega um hið óvenjulega kuldakast og áhrif þess á höfuðborgarsvæðinu, sem eru margvísleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna

Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins.

RAX flaug yfir ævintýraheim hálendisins

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, flaug í vikunni yfir hálendið og myndaði fjöll og jökla. Þetta er eitthvað sem hann gerir reglulega og lítur hann meðal annars á það sem æfingu fyrir eldgos.

Sjá meira