Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 18:20 Vítamíns- og íþróttadrykkurinn Prime seldist upp á nokkrum klukkustundum en hver viðskiptavinur Krónunnar mátti ekki kaupa fleiri en tólf flöskur. Vísir/Lillý Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. Markús Andri Sigurðsson, vöruflokkastjóri hjá Krónunni, segir að þar á bæ hafi álíka ástand aldrei sést áður. „Það voru mun fleiri sem könnuðust við vöruna en við bjuggumst við. Hún seldist upp á nokkrum klukkustundum,“ segir Markús. Eftirspurnin var svo mikil að viðskiptavinum Krónunnar var bannað að kaupa fleiri en tólf flöskur af Prime í dag. „Við vildum að sem flestir gætu keypt og smakkað og höfðum áhyggjur af því að einhverjir myndu kaupa mjög margar flöskur.“ Markús segir að mögulega hefði verið hægt að takmarka fjöldann enn frekar því mun færri hafa komist að en vildu. Ekki liggur fyrir hvenær næsta sending kemur til landsins. Skjáskot af Instagramsögu Krónunnar, þar sem sjá má hvernig flöskurnar seldust upp á nokkrum klukkustundum. Heimsfrægir áhrifavaldar tóku höndum saman Í kjölfar þess að drykkurinn seldist upp í verslunum hafa flöskur af Prime verið til sölu á samfélagsmiðlum fyrir fúlgur fjár. Slík sala hefur einnig átt sér stað áður en drykkurinn rataði hingað til lands og en fólk hefur keypt flöskur að utan og selt á netinu. Prime er framleiddur af tveimur áhrifavöldum sem njóta mikillar frægðar á heimsvísu. Þeir kallast KSI og Logan Paul. Þeir voru meðal annars andstæðingar í boxhringnum áður en þeir fóru að vinna saman að Prime og síðan þá hafa þeir notað umsvif sín á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á drykknum, aðallega meðal ungs fólks, og selja hann. Byrjað var að selja Prime í Bretlandi í október og þar var eftirspurnin gífurleg. Langar biðraðir mynduðst við verslanir Asda, sem seldi drykkinn þar, og var fólki ekki leyft að kaupa fleiri en þrjár flöskur í einu, samkvæmt frétt Guardian. Í lok október bárust fregnir af því í Bretlandi að flaska af Prime hafi verið til sölu á eBay á tíu þúsund pund. Asda seldi flöskuna á tvö pund. Uppfært: KSI tísti fyrr í kvöld um að Prime væri nú fáanlegt á Íslandi og ítrekaði að hann væri að tala um landið, ekki bresku verslunina. Tístið birti hann þó eftir að drykkurinn varð uppseldur. PRIME IS NOW IN ICELAND. It s in Kronan and N1. Enjoy pic.twitter.com/OEwcK84bcl— ksi (@KSI) December 15, 2022 Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Markús Andri Sigurðsson, vöruflokkastjóri hjá Krónunni, segir að þar á bæ hafi álíka ástand aldrei sést áður. „Það voru mun fleiri sem könnuðust við vöruna en við bjuggumst við. Hún seldist upp á nokkrum klukkustundum,“ segir Markús. Eftirspurnin var svo mikil að viðskiptavinum Krónunnar var bannað að kaupa fleiri en tólf flöskur af Prime í dag. „Við vildum að sem flestir gætu keypt og smakkað og höfðum áhyggjur af því að einhverjir myndu kaupa mjög margar flöskur.“ Markús segir að mögulega hefði verið hægt að takmarka fjöldann enn frekar því mun færri hafa komist að en vildu. Ekki liggur fyrir hvenær næsta sending kemur til landsins. Skjáskot af Instagramsögu Krónunnar, þar sem sjá má hvernig flöskurnar seldust upp á nokkrum klukkustundum. Heimsfrægir áhrifavaldar tóku höndum saman Í kjölfar þess að drykkurinn seldist upp í verslunum hafa flöskur af Prime verið til sölu á samfélagsmiðlum fyrir fúlgur fjár. Slík sala hefur einnig átt sér stað áður en drykkurinn rataði hingað til lands og en fólk hefur keypt flöskur að utan og selt á netinu. Prime er framleiddur af tveimur áhrifavöldum sem njóta mikillar frægðar á heimsvísu. Þeir kallast KSI og Logan Paul. Þeir voru meðal annars andstæðingar í boxhringnum áður en þeir fóru að vinna saman að Prime og síðan þá hafa þeir notað umsvif sín á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á drykknum, aðallega meðal ungs fólks, og selja hann. Byrjað var að selja Prime í Bretlandi í október og þar var eftirspurnin gífurleg. Langar biðraðir mynduðst við verslanir Asda, sem seldi drykkinn þar, og var fólki ekki leyft að kaupa fleiri en þrjár flöskur í einu, samkvæmt frétt Guardian. Í lok október bárust fregnir af því í Bretlandi að flaska af Prime hafi verið til sölu á eBay á tíu þúsund pund. Asda seldi flöskuna á tvö pund. Uppfært: KSI tísti fyrr í kvöld um að Prime væri nú fáanlegt á Íslandi og ítrekaði að hann væri að tala um landið, ekki bresku verslunina. Tístið birti hann þó eftir að drykkurinn varð uppseldur. PRIME IS NOW IN ICELAND. It s in Kronan and N1. Enjoy pic.twitter.com/OEwcK84bcl— ksi (@KSI) December 15, 2022
Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira