Minni virkni í miðgígnum Dregið hefur úr virkni í miðgígnum í Sundhnúkagígsröðinni. Það er sagt hafa gerst um klukkan fimm í morgun en þá dró úr gosóróa og samhliða því minnkaði sjáanleg virkni í gígnum, sem hefur verið hvað virkast af þremur hingað til. 24.11.2024 10:18
Vextir og kosningar í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 24.11.2024 09:30
Vargöldin á Haítí versnar hratt Þegar lögregluþjónar frá Kenía mættu til Haítí fyrr á þessu ári voru íbúar ríkisins nokkuð vongóðir um að nú gæti dregið úr gífurlega umfangsmiklu ofbeldi glæpagengja þar. Þær vonir hafa ekki raungerst enn og búa íbúar Haítí enn og aftur við mikla óvissu. 24.11.2024 08:47
Réttindalausir stútar á ferðinni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um bílslys þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var handtekinn en í öðru tilfelli var ökumaður stöðvaður þar sem lögregluþjónum þótti hann aka ógætilega. Hann reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum og fundust meint fíkniefni á honum. 24.11.2024 07:37
Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Eldgosið í Sundhnúkagígsröðinni sýnir þess engin merki að hafa minnkað. Samkvæmt Veðurstofunni hafa engar sýnilegar breytingar orðið á hraunflæði eða krafti í nótt. 24.11.2024 07:19
KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23.11.2024 14:42
First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Landeldisfyrirtækið First Water og Ísfélag hf. hafa samið um að fyrrnefnda fyrirtækið leigi húsnæði og aðstöðu hjá því síðarnefnda í Þorlákshöfn. Engin vinnsla hefur verið í húsnæðinu frá því í september. 23.11.2024 14:07
Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Umhverfis- og loftlagsmálin verða rædd á pallborðsfundi í dag þar sem fulltrúar allra flokka munu mæta. Þar munu frambjóðendur ræða stefnumál sín og flokka þeirra og munu Ungir umhverfissinnar mæta með einkunnagjöf Sólarinnar og fjalla um styrkleika, veikleika og stöðu flokkanna í umhverfismálum. 23.11.2024 13:25
Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23.11.2024 12:21
Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Vinna við að verja tvær stæður á Svartsengislínu gegn hraunflæði úr Sundhnúkagígum, hófst aftur nú í morgun. Vel gekk að verja stæðurnar í nótt, með aðstoð Brunavarna Suðurnesja. 23.11.2024 11:19