Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Háhýsi stóð í ljósum logum

Gífurlega mikill eldur kviknaði í háhýsi í borginni Changsha í Kína í morgun. Húsið er 218 metrar á hæð og 42 hæðir en engan sakaði í brunanum.

Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard

Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts.

Gátukvöld hjá Gameverunni

Það verður reynt á heilastarfsemina í streymi Gameverunnar í kvöld. Marín og Kalli ætla að rugla áhorfendur og hvort annað í First Class Escape. 

Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan.

Spartverjar á Íslandi

Paramount birti í gærkvöldi mynd af Spartverjum á Íslandi og sagði að tökur á annari þáttaröð sjónvarpsþáttanna Halo, sem byggja á samnefndum tölvuleikjum, væru hafnar. Myndin sýnir fjóra Spartverja í fullum skrúða við Kvernufoss.

„Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu

Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði.

Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum

Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn.

Stríð og spurningar hjá Babe Patrol

Það verður nóg um að vera hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Auk þess að spila Warzone ætla þær einnig að halda spurningakeppni.

Armenar leita eftir hjálp

Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu.

Sjá meira