„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét gamminn geysa. vísir / anton brink Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. „Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
„Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti