Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að Vesturlönd útvegi ríkinu fleiri og betri vopnakerfi í kjölfar vel heppnaðrar gagnsóknar þeirra gegn Rússum í norðurhluta landsins. Forsetinn gagnrýnir Rússa fyrir að bregðast við ósigrum á vígvöllum með því að gera árásir á óbreytta borgara.

Til tunglsins í þriðju tilraun?

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins eftir tvær vikur, eða þann 27. september. Þetta verður í þriðja sinn sem reynt verður að koma geimfarinu af stað en síðustu tvö skipti hafa misheppnast vegna bilana.

Hryllingur hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á taugarnar í kvöld. Það verður eintómur hryllingur hjá þeim í leiknum Pacify.

Geimskot Blue Origin misheppnaðist

Sjálfvirkur neyðarbúnaður geimfars Blue Origin fór í gang við misheppnað geimskot fyrirtækisins í dag. Þegar New Shepard eldflaugin sem notuð var til geimskotsins bilaði í 28 þúsund feta hæð og á rúmlega þúsund kílómetra hraða, kviknaði á hreyflum geimfarsins.

„Ég ætla bara ekkert að fara“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“

Assassin's Creed fer loks til Japans

Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Ubisoft opinberuðu um helgina að ninjur munu loksins sjást í söguheimi Assassin‘s Creed leikjanna. Starfsmenn fyrirtækisins í Kanada vinna nú að leik sem á að gerast í Japan en spilarar hafa um árabil kallað eftir slíkum leik.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum

Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku.

Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund

Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana.

Enn bætist á vandræði Trumps

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið.

Úr Red Dead í GTA 6

Starfsmenn leikjafyrirtækisins Rockstar kvöddu nýverið leikinn Red Dead Redemption. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ákveðið að hætta að þjónusta fjölspilunarhluta leiksins etir nýjustu uppfærslu hans og munu starfsmenn Rockstar þess í stað einbeita sér að framleiðslu sjötta Grand Theft Auto leiksins.

Sjá meira