Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29.12.2021 10:03
Queens verja kvöldinu í eftirlífinu í Valheim Þær Móna og Valla í Queens ætla að verja kvöldinu í eftirlífinu. Þær munu spila víkingaleikinn Valheim í streymi kvöldsins. 28.12.2021 20:30
Brotist inn í netkerfi Strætó Tölvuþrjótar hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Strætó. Verið er að skoða umfang árásarinnar, sem uppgötvaðist í gær og er ekki hægt að útiloka leka á persónuupplýsingum. 28.12.2021 16:58
Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28.12.2021 16:28
Í mál við TikTok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum. 28.12.2021 16:11
Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28.12.2021 15:15
Neistar milli Leðurblökumannsins og Kattakonunnar í nýrri stiklu Það neistar milli Leðurblökumannsins og Kattakonunnar í nýrri stiklu kvikmyndarinnar The Batman. Stiklan, sem ber titilinn Leðurblakan og kötturinn, fjallar að mestu um samband þeirra tveggja og baráttu Batman við The Riddler. 28.12.2021 14:59
Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28.12.2021 13:55
Brotist inn hjá Simma Vill Brotist var inn í veitingastaðinn Barion Bryggjan í nótt en hann rekur Sigmar Vilhjálmsson, sem kallast jafnan Simmi Vill. Innbrotsþjófurinn komst í sjóðsvélar en engar skemmdir urðu á veitingastaðnum. 28.12.2021 12:30
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2021 Árið 2021 var nokkuð betra en árið 2020. Þetta er ekki eingöngu satt í tengslum við kvikmyndir heldur flest allt. Hér er þó að mestu verið að tala um kvikmyndir. 27.12.2021 20:00