Fjöldi nýsmitaðra nær nýjum hæðum vestanhafs Sjö daga nýgengni smita í Bandaríkjunum mælist nú 168.981 sem er meira en það var í sumar þegar faraldur delta-afbrigðis kórónuveirunnar náði hámarki. Þá fór nýgengið hæst í rúmlega 165 þúsund nýsmitaða. 23.12.2021 16:27
„Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23.12.2021 14:55
211 smitaðir og þrettán milljónir í útgöngubann Ráðamenn í Kína hafa settum þrettán milljón íbúa borgarinnar Xi’an í útgöngubann vegna útbreiðslu kóronuveirunnar þar. 63 greindust smitaðir af Covid-19 í borginni í gær og hafa alls 211 greinst smitaðir á undafarinni viku. 23.12.2021 12:49
Þingkona varð fyrir vopnuðu ráni Mary Gay Scanlon, bandarísk þingkona, varð fyrir vopnuðu ráni í Fíladelfíu í gærkvöldið. Tveir menn vopnaðir skammbyssu veittust að henni þar sem hún var að yfirgefa fund með embættismönnum og rændu bíl hennar. 23.12.2021 10:08
Yfirtaka: Katxin spilar Counter-Strike Katrín Ýr, eða Katxin, tekur yfir streymi GameTíví í kvöld. Þar mun hún taka sig til og spila hinn sívinsæla leik Counter-Strike. 22.12.2021 20:30
Vivaldi fyrsti vafrinn fyrir Android Automotive OS Vafrinn Vivaldi er nú í boði í Polestar 2 og er fyrst vafrinn sem fáanlegur er í Android-stýrikerfi fyrir bíla, Android Automotive OS. Um samstarf við sænska rafmagnsbílaframleiðandann Polestar er að ræða. 22.12.2021 14:05
Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi. 22.12.2021 11:00
Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21.12.2021 22:15
Daníel Rósinkrans tekur yfir streymi Queens Queens eru frá góðu gamni í kvöld og því mun Daníel Rósinkrans taka yfir streymi þeirra. Hann, bróðir hans og vinur stefna á nokkra sigra í leiknum Apex Legends. 21.12.2021 20:30
Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21.12.2021 16:20