Þriggja bíla árekstur við Sprengisand Þriggja bíla árekstur varð í mikilli umferð við Sprengisand undir kvöld. Lögreglan segir að tveir bílar hafi verið dregnir af vettvangi. 17.12.2021 20:22
Ísland í aðalhlutverki í fyrstu stiklu Witcher: Blood Origin Netflix laumaði fyrstu stiklu þáttanna Witcher: Blood Origin í lok síðasta þáttar annarar þáttaraðar af þáttunum Witcher. Blood Origin voru að hluta til teknir upp hér á landi og Ísland er mjög fyrirferðarmikið í stiklunni. 17.12.2021 19:08
Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Minnst þrír þingmenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er verið að skima þingmenn og starfsmenn þingsins. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, segir að verið sé að afla upplýsinga um fjölda staðfestra smita og ná utan um hvaða áhrif smitin muni hafa á störf þingsins. 17.12.2021 18:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landsdómur dæmdi tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum 610 milljónir í bætur í dag. Í kvöldfréttum heyrum við í Ragnari Aðalsteinssyni sem segir þetta áfellisdóm yfir íslenska ríkinu. 17.12.2021 18:01
Búið að opna veginn undir Hafnarfjalli eftir alvarlegt bílslys Þyrla Landhelgisgæslu Íslands lenti um klukkan fimm undir Hafnarfjalli eftir að hafa verið kölluð til á hæsta forgangi vegna bílslyss sem hefur verið lýst sem alvarlegu. Tveir eru slasaðir og þar af einn alvarlega. 17.12.2021 17:15
Skutu niður fyrsta skotmarkið í fjörutíu ár Flugmaður orrustuþotu breska flughersins skaut nýverið niður dróna sem verið var að fljúga nærri herstöð í Sýrlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem bresk orrustuþota skýtur niður skotmark frá því í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum fjörutíu árum. 16.12.2021 23:46
Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16.12.2021 22:31
Bein útsending: Steindi og félagar spila inn í nóttina Þátturinn Rauðvín og klakar snýr aftur á Stöð 2 Esport klukkan 21 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki með góðum vinum sínum. 16.12.2021 20:30
Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16.12.2021 20:19
Þrumur og eldingar á Vestfjörðum Þrumur og eldingar heyrðust og sáust víða á Vestfjörðum í dag. Vestfirðingar hafa deilt myndum og myndböndum af látunum og virðast sammála um að þetta sé sjaldgæf sjón. 16.12.2021 19:36
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent