Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. 12.3.2025 21:32
Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Reykjavíkurborg hefur dregið úr fyrirhuguðum áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þetta kemur fram í nýjum drögum tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúa í grónum hverfum. 12.3.2025 19:19
Berklasmit á Fáskrúðsfirði Einstaklingur hefur verið greindur með berkla á Fáskrúðsfirði. Aðeins um eitt tilfelli sé að ræða og verður það meðhöndlað á Heilsugæslunni í Fjarðabyggð. 12.3.2025 17:48
Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12.3.2025 16:50
Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. 12.3.2025 10:06
Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) hyggst rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefna og einhverfu. Það er gert þrátt fyrir margar vísindarannsóknir þar sem engar vísbendingar hafa fundist um slík tengsl. 7.3.2025 23:43
Harður árekstur á Breiðholtsbraut Harður árekstur varð á Breiðholtsbraut þegar tveir bílar skullu saman rétt eftir klukkan ellefu. 7.3.2025 23:28
Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Betsy Arakawa, eiginkona leikarans Gene Hackman, er talin hafa látist viku á undan Hackman. Hún lést vegna sjaldgæfs smitsjúkdóms en hann vegna hjartasjúkdóms. 7.3.2025 21:52
Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Fundir með Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), Sambandi íslenska sveitarfélaga og ríkissáttasemjara hófust aftur í gær eftir að fyrri kjarasamningur náði ekki í gegnum atkvæðagreiðslu félagsmanna LSS. 7.3.2025 21:35
Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi. 7.3.2025 21:02