Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“

Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld.

Fyrsta mark Bryn­dísar skipti sköpum

Landsliðsframherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður í fótbolta í dag þegar hún skoraði dýrmætt mark fyrir Växjö í sænsku úrvalsdeildinni.

FHL jók for­skotið og dýr­mætur sigur Þróttar

Leikið var í Lengjudeildum karla og kvenna í dag og eru Austfirðingar í góðum málum í Lengjudeild kvenna þegar mótið er rúmlega hálfnað, með sex stiga forskot á toppnum. ÍBV færðist nær toppi Lengjudeildar karla og Þróttur vann dýrmætan sigur í botnbaráttunni.

Hollendingar lentu undir en mæta Eng­landi

Þrátt fyrir að lenda undir gegn Tyrkjum tókst Hollendingum að tryggja sér fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum EM karla í fótbolta, með 2-1 sigri í slag þjóðanna í Berlín í kvöld.

Töpuðu rétt eftir risasigurinn

Lærimeyjar Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta mættu heims-og ólympíumeisturum Frakka í annað sinn á þremur dögum í kvöld, og urðu að sætta sig við tap.

Fyrsta mark Eggerts eftir mínútu á vellinum

Eggert Aron Guðmundsson skoraði með afar laglegum hætti sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lið hans Elfsborg vann þá 3-0 sigur á Brommapojkarna.

Öll vítin inn og Eng­land í undan­úr­slit

Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn.

Sjá meira