Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

Brann einnig rætt við Frey

Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann hafa verið með Frey Alexandersson í sigtinu sem mögulegan næsta þjálfara liðsins, og átt við hann samtal að minnsta kosti einu sinni.

Kahn gæti eignast fallið stór­veldi

Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í fótbolta, hefur hafið samningaviðræður um kaup á fallna, franska stórveldinu Bordeaux.

„Svaka­lega leiðin­legt fyrir bæði hann og okkur“

„Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli.

„Eigin­lega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“

„Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017.

Elvar og Aron taka ekki fullan þátt

Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga.

Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni

Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi.

For­seti FIDE vill ekki refsa Carlsen

Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli.

Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum

Knattspyrnusamband Íslands hefur birt drög að leikjadagskrá næstu leiktíðar. Tvær umferðir eru í Bestu deild karla fyrir páska og ein í Bestu deild kvenna sem jafnframt lýkur seinna en ella vegna Evrópumótsins í Sviss.

Sjá meira