Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Röskva kynnir framboðslistana

Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti framboðslista sína vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands í kvöld. Kosningar fara fram síðar í mánuðinum.

Fyrstu mannslátin vegna á­rása Húta á Rauða­hafi

Tveir áhafnarmeðlimir flutningaskipsins True Confidence létu lífið í eldflaugaárás Húta undan ströndum Jemen í dag. Um ræðir fyrstu mannslátin frá því að hersveitir Húta hófu að gera árásir á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. 

Salvör Nor­dal í­hugar forsetaframboð

Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 

Rekstur Davíðs Viðarssonar: Ára­löng saga gruggugrar starf­semi

Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 

„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“

Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brotum á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Málið tengist fyrirtækinu Vy-þrifum en eigandi þess rekur bæði veitingastaði og gistiheimili.

Hættu­stig lækkað á tveimur svæðum

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum. Á öðrum svæðum er hættumatið það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærkvöldsins.

Vonir bundnar við vopnahlésviðræður í dag

Búist er við að sáttasemjarar frá bæði Ísrael og Hamas gangi til vopnahlésviðræðna í Kaíró í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin hygðust henda neyðarbirgðum úr lofti yfir Gasa.

Sjá meira