Telur fullt umferðaröryggi í hægri beygju á rauðu ljósi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. mars 2024 19:29 Vilhjálmur Árnason er annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Áralöng umræða um hvort taka ætti upp þá reglu að beygja megi til hægri á rauðu ljósi hefur tekið sig upp aftur. Annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir fullt umferðaröryggi fólgið í reglunni. „Það var þá nafni minn og frændi sem þá var á þingi, Vilhjálmur Elísson, sem lagði þetta ítrekað til á sínum þingmannsferli að það mætti taka hægri beygju [á rauðu ljósi],“ segir Vilhjálmur Árnason, annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Vilhjálmur ræddi möguleikann að leyfa hægri beygjur á rauðu umferðarljósi í Reykjavík síðdegis í dag. Þar segist hann oft hafa íhugað að endurflytja frumvarp frænda síns. Meiri áhersla á umferð reiðhjóla Vilhjálmur segir að ástæða þess að reglan hafi ekki verið tekið upp hér á landi sé aukin áhersla á hjólreiðar. Reglan hafi verið talin skapa mikla hættu fyrir hjólreiðafólk, sem hefði lagst gegn henni. „Ég hefði nú viljað sjá það að hægt væri að láta bæði þessi atriði ganga upp. Með auknum hjólastígum og auknum hjólreiðum er alveg hægt að taka hægri beygju ef við gerum viðeigandi ráðstafanir til þess og forvarnir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir borgaryfirvöld hafa lagt miklu meiri áherslu á umferð reiðhjóla en að greiða fyrir umferð bíla. „Því miður þá er það bara þannig.“ Þá segir hann að kostir þess að taka upp regluna yrðu tímasparnaður og greiðari umferð. Að auki myndi hún reynast umhverfisvæn vegna þess að bílar næmu ekki jafn oft staðar og tækju af stað að óþörfu. Ökumenn hægi á sér í níutíu gráðu beygju Til þess að hægt yrði að setja regluna í framkvæmd þyrfti málið að fara í gegn um skipulagsyfirvöld og vilja hjá veghöldurum til staðar. Ef að þessu yrði, hvernig gengi þetta fyrir sig? „Á tímabili var þetta gert þannig að þar sem þetta var talið augljóst fór Vegagerðin í það að setja beygjuvasa, þannig að þú gast beygt til hægri fram hjá ljósunum,“ segir Vilhjálmur. Síðar hafi slíkum vösum fækkað. „Ef þetta væri almennt leyft í umferðarlögunum, að það mætti taka hægri beygju á [rauðu] umferðarljósi, þá þarf ekki þennan beygjuvasa og þá geturðu bara tekið þessa níutíu gráðu beygju. Og ég tel alveg fullt umferðaröryggi í því af því að ef þú ert að taka níutíu gráðu beygju, það hægir það mikið á þér að þú lítur til beggja hliða áður en þú ferð á götuna,“ segir Vilhjálmur. Íslendingar eftir á Hann segir að best færi á því að taka upp blandaða leið að því að innleiða regluna í umferðarlög. „Að ef það er ekki þessi beygjurein til hliðar við ljósin þá megirðu taka níutíu gráðu beygju til hægri á rauðu ljósi þar sem þú ert á T-gatnamótum eða á gatnamótum.“ Vilhjálmur segir margar lausnir mögulegar til þess að greiða úr umferð sem Íslendingar séu ekki að nýta sér. Hann vekur athygli á leiðum sem Danir hafa farið í þeim málum, þeir hafi góða umferðaljósastýringu og að gangbrautir séu stækkaðar í takt við fjölgun á gangandi vegfarendum. „Það er margt sem við getum gert betur í umferðinni til þess að láta alla samgöngumáta ganga betur svo fólk hafi augljóst val um samgöngumáta,“ segir Vilhjálmur. Snjallljósavæðing meira áríðandi Þú nefndir að þetta myndi greiða fyrir umferð, myndi þetta hafa teljandi áhrif? „Þetta myndi kannski ekki hafa mikil áhrif á að greiða mesta umferðarálaginu, heldur er það þannig að þú ert á gatnamótum þar sem er ekki mikil umferð en það eru kannski þrír fjórir bílar stopp sem að þyrftu ekki að vera það. Þannig að þetta greiðir fyrir umferðinni í venjulegri umferð en í mestu traffíkinni þá er fátt sem greiðir fyrr umferðinni heldur en mislæg gatnamót og annað slíkt. Eða göng. Þannig að það er meira að segja erfitt fyrir ljósastýringu þegar allar götur eru fullar.“ Vilhjálmur hyggst halda því opnu að endurflytja áður flutt frumvarp um upptöku reglunnar en segir snjallljósavæðingu á höfuðborgarsvæðinu meira áríðandi. „Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli og að hafa þetta þá í huga varðandi byggingu hjóla- og göngustíga, sem er lögð gríðarlega mikil áhersla á í samgöngusáttmálanum. Að það sé hægt að láta þetta spila saman,“ Hér er aðeins stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Umhverfismál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Það var þá nafni minn og frændi sem þá var á þingi, Vilhjálmur Elísson, sem lagði þetta ítrekað til á sínum þingmannsferli að það mætti taka hægri beygju [á rauðu ljósi],“ segir Vilhjálmur Árnason, annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Vilhjálmur ræddi möguleikann að leyfa hægri beygjur á rauðu umferðarljósi í Reykjavík síðdegis í dag. Þar segist hann oft hafa íhugað að endurflytja frumvarp frænda síns. Meiri áhersla á umferð reiðhjóla Vilhjálmur segir að ástæða þess að reglan hafi ekki verið tekið upp hér á landi sé aukin áhersla á hjólreiðar. Reglan hafi verið talin skapa mikla hættu fyrir hjólreiðafólk, sem hefði lagst gegn henni. „Ég hefði nú viljað sjá það að hægt væri að láta bæði þessi atriði ganga upp. Með auknum hjólastígum og auknum hjólreiðum er alveg hægt að taka hægri beygju ef við gerum viðeigandi ráðstafanir til þess og forvarnir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir borgaryfirvöld hafa lagt miklu meiri áherslu á umferð reiðhjóla en að greiða fyrir umferð bíla. „Því miður þá er það bara þannig.“ Þá segir hann að kostir þess að taka upp regluna yrðu tímasparnaður og greiðari umferð. Að auki myndi hún reynast umhverfisvæn vegna þess að bílar næmu ekki jafn oft staðar og tækju af stað að óþörfu. Ökumenn hægi á sér í níutíu gráðu beygju Til þess að hægt yrði að setja regluna í framkvæmd þyrfti málið að fara í gegn um skipulagsyfirvöld og vilja hjá veghöldurum til staðar. Ef að þessu yrði, hvernig gengi þetta fyrir sig? „Á tímabili var þetta gert þannig að þar sem þetta var talið augljóst fór Vegagerðin í það að setja beygjuvasa, þannig að þú gast beygt til hægri fram hjá ljósunum,“ segir Vilhjálmur. Síðar hafi slíkum vösum fækkað. „Ef þetta væri almennt leyft í umferðarlögunum, að það mætti taka hægri beygju á [rauðu] umferðarljósi, þá þarf ekki þennan beygjuvasa og þá geturðu bara tekið þessa níutíu gráðu beygju. Og ég tel alveg fullt umferðaröryggi í því af því að ef þú ert að taka níutíu gráðu beygju, það hægir það mikið á þér að þú lítur til beggja hliða áður en þú ferð á götuna,“ segir Vilhjálmur. Íslendingar eftir á Hann segir að best færi á því að taka upp blandaða leið að því að innleiða regluna í umferðarlög. „Að ef það er ekki þessi beygjurein til hliðar við ljósin þá megirðu taka níutíu gráðu beygju til hægri á rauðu ljósi þar sem þú ert á T-gatnamótum eða á gatnamótum.“ Vilhjálmur segir margar lausnir mögulegar til þess að greiða úr umferð sem Íslendingar séu ekki að nýta sér. Hann vekur athygli á leiðum sem Danir hafa farið í þeim málum, þeir hafi góða umferðaljósastýringu og að gangbrautir séu stækkaðar í takt við fjölgun á gangandi vegfarendum. „Það er margt sem við getum gert betur í umferðinni til þess að láta alla samgöngumáta ganga betur svo fólk hafi augljóst val um samgöngumáta,“ segir Vilhjálmur. Snjallljósavæðing meira áríðandi Þú nefndir að þetta myndi greiða fyrir umferð, myndi þetta hafa teljandi áhrif? „Þetta myndi kannski ekki hafa mikil áhrif á að greiða mesta umferðarálaginu, heldur er það þannig að þú ert á gatnamótum þar sem er ekki mikil umferð en það eru kannski þrír fjórir bílar stopp sem að þyrftu ekki að vera það. Þannig að þetta greiðir fyrir umferðinni í venjulegri umferð en í mestu traffíkinni þá er fátt sem greiðir fyrr umferðinni heldur en mislæg gatnamót og annað slíkt. Eða göng. Þannig að það er meira að segja erfitt fyrir ljósastýringu þegar allar götur eru fullar.“ Vilhjálmur hyggst halda því opnu að endurflytja áður flutt frumvarp um upptöku reglunnar en segir snjallljósavæðingu á höfuðborgarsvæðinu meira áríðandi. „Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli og að hafa þetta þá í huga varðandi byggingu hjóla- og göngustíga, sem er lögð gríðarlega mikil áhersla á í samgöngusáttmálanum. Að það sé hægt að láta þetta spila saman,“ Hér er aðeins stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Umhverfismál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira