Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

„Mín á­byrgð er tals­verð“

Meiriháttar athugasemdir eru gerðar við íslenskt fullnustukerfi í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Staða húsnæðismála á Litla-Hrauni sé grafalvarleg og ógni heilsu starfsfólks og fanga. Brýnt sé að ráðast í viðhald á meðan framkvæmdir við nýtt fangelsi standi yfir. Fangelsismálastjóri segist lítið geta gert meðan fjármagn skortir. 

Upp­nám vegna Gyrðis sem aldrei ætlar að sækja um aftur

Athygli vakti í dag þegar í ljós kom að Gyrðir Elíasson rithöfundur hlyti ekki styrk úr launasjóði rithöfunda að þessu sinni. Útgefandi Gyrðis segir hann ekki ætla að sækja um listamannalaun að nýju. Hann segist skynja að stuðningur við höfunda á miðjum aldri fari minnkandi í tengslum við launasjóðinn. 

„Þetta er vond stjórn­sýsla“

Mál tveggja palestínskra drengja sem vísa á úr landi var tekið fyrir á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að um vonda stjórnsýslu sé að ræða og að ætlun Alþingis hefði aldrei verið að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands. 

Söfnunin tók kipp: „Greinilegt að þetta snerti ein­hvern streng“

Jólagjafasöfnun mæðrastyrksnefndar hefur svo sannarlega tekið kipp eftir umfjöllun helgarinnar um dræma þátttöku í söfnuninni. Markaðsstjóri Kringlunnar segir nú 2,5 milljónir hafa safnast af fjárframlögum auk fjölda pakka sem komið hefur verið fyrir undir jólatrénu í Kringlunni. 

Sjá meira