Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir er­lenda fjöl­miðla vegna jarð­hræringa

Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum.

Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grinda­vík að hleypa öðrum að

Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 

Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna

Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir.

Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heim­sóknar Clinton

Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni.

Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn

Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. 

Bílskúrsrækt og sól­stofa í Skerjafjarðarhöll

Rúmlega fjögur hundruð fermetra einbýlishús er til sölu við Skeljanes í Skerjafirði. Eigendur þess eru Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður Héraðsdómara Vesturlands og Linda Kristjánsdóttir læknir. 

„Hvíldu í friði litli bróðir, þú lést mér alltaf líða betur“

Leikkonan Jennifer Aniston segist aldrei hafa upplifað annað eins flóð tilfinninga og að þurfa að kveðja vin sinn og samleikara Matthew Perry. Courtney Cox segir frá augnabliki með Perry í þáttunum sem höfðu meiriháttar áhrif á framvinduna. David Schwimmer deilir uppáhaldsmynd af þeim félögum. 

Sjá meira