Horfði á haförn og lax berjast fyrir lífi sínu út um stofugluggann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 14:17 Haförninn þurfti að nýta allt sitt vænghaf til að hafa betur í baráttunni við laxinn, sem var í kringum sjö pund að sögn Símons. Það vantaði bara David Attenborough og kvikmyndatökulið á Skarðsströnd í Dölum í gær þar sem haförn og lax háðu baráttu fyrir lífi sínu. Kaupmaður myndaði herlegheitin út um stofugluggann hjá sér. „Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita. Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita.
Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira