Fréttamaður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir

Sunna Kristín starfaði á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á árunum 2014-2021.

Nýjustu greinar eftir höfund

Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag

Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld.

Flughálka víða um land

Það er flughált víða á vegum landsins. Þannig er til að mynda flughálka á austasta kafla Þverárfjalls og á milli Hofsós og Ketilsás á Norðurlandi en þar er einnig mjög hvasst. Í landshlutanum er hálka eða hálkublettir á vegum.

Tugir húsa á Flateyri á nýju hættusvæði vegna snjóflóða

Veðurstofa Íslands hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða fyrir Flateyri. Með nýja hættumatinu hefur hættusvæðið verið útfært og eru nú á þriðja tug húsa komin inn á hættusvæði C, efsta hættustig, og um sjötíu hús eru komin á ítrasta rýmingarstig.

„Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki sam­skipti við nokkurn mann“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana.

Gular við­varanir um nánast allt land vegna snjó­komu og storms

Gular viðvaranir taka gildi á öllu landinu í kvöld fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi. Varað er við hvassviðri eða stormi með ofankomu og má búast við 15 til 23 metrum á sekúndu með snjókomu og síðar slyddu.

Sjá meira