varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kennarar mæta aftur í Karp­húsið

Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum.

Bárðarbunga skelfur, vopna­hlé og hjólaskautaat

Öflugasta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Óvissustigi var í kjölfarið lýst yfir. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, mætir í myndver og fer yfir líklega þróun mála.

Að minnsta kosti 24 látnir

Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir.

Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit

Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræja af dauðum fuglum í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir af sömu veiru en óttast er að þeir verði fleiri. Við sjáum myndir af fuglunum og fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Rúntað um borgina í leit að holum

Fjöldi bíla hefur orðið fyrir tjóni eftir að hafa verið ekið ofan í holur á vegum. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir sitt fólk bæði leita að holum til þess að fylla upp í og sinna tilkynningum sem telja tugi.

Hættu­á­stand í heil­brigðis­þjónustu og óróapúls

Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þeir hafa þungar áhyggjur af stöðunni sem farið hafi hríðversnandi síðustu misseri. Barnabarn manns sem lést á aðfangadag segir afa sinn ekki enn þá hafa verið úrskurðaðan látinn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Aukið flóð við Hvít­á

Flóð vegna klakastíflu í Hvíta við Brúnastaði hefur aukist talsvert síðan í gær að sögn lögreglu og ómögulegt er að segja til um þróunina. Veðurstofa, almannavarnir og lögregla fylgjast grannt með málinu.

Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni

Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði eftir tillögum frá almenningi og fyrirtækjum um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur um komandi sparnaðarleiðir.

Hlíðar­fjall opnað í fyrsta sinn í vetur

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga.

Sjá meira