Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ein­faldar leiðir fyrir and­lega vel­líðan um há­tíðirnar

„Desember er svo fallegur mánuður en á sama tíma erum við oft á yfirsnúningi því það er margt sem þarf að huga að. Nú þegar jólin eru á næsta leiti er mikilvægt að gera hluti fyrir okkur sjálf, róa taugakerfið og leyfa okkur að njóta hátíðarinnar sem best,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara.

„Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“

„Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona.

Dóttur­dóttir Bjarna Ben komin með nafn

Margrét Bjarnadóttir, kokkur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Erla Margrét. 

Heitustu jóla­gjafirnar fyrir herrann

Jólin nálgast nú óðfluga og er því ekki seinna vænna en að huga að jólagjöfum. Það getur verið áskorun að finna hina fullkomnu jólagjöf fyrir karlmenn, en möguleikarnir eru margir.

Fagnaði fjöru­tíu árum og gaf út textaverk

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson bauð vinum og vandamönnum til fagnaðar í verslun herrafataverslunar Kölska á dögunum. Tilefnið var útgáfa textaverka sem voru framleidd í tengslum við fjörutíu ára útgáfuafmælis Helga.

Sigga Heimis selur slotið

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur sett fallega hæð við Flókagötu 39 á sölu. Um er að ræða 178 fermetra eign í reisulegu húsi sem var byggt árið 1944. Ásett verð er 154,9 milljónir.

Dætur Jóns og Frið­riks Dórs stálu senunni

Gríðarleg stemning var í Laugardalshöllinni um helgina þegar strákabandið IceGuys skemmti um 25 þúsund gestum á samtals fimm tónleikum. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína.

Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma

Stjörnur landsins nutu lífsins í vikunni sem er að líða. Jólin nálgast og hitastigið er á leiðinni niður sem ýtti undir hátíðarstemninguna.Það var líka nóg um að vera. Aðventan í algleymingi og einir stærstu tónleikar landsins með strákunum í Iceguys. Þá naut fólk lífsins á ýmsa vegu í faðmi fjölskyldunnar og sumir klæddu sig í rautt.

Ein­hleypan: „Já­kvæð, hress og metnaðar­gjörn“

„Ég væri til í að fara á aktívt stefnumót, gera eitthvað sem kemur adrenalíninu af stað og enda svo á góðum mat og með því. Það skiptir mig samt ekki öllu máli hvað er gert, heldur að það sé gaman með áhugaverðri manneskju,“ segir Halla Björg Hallgrímsdóttir í viðtali við Makamál.

Sjá meira