Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heiður Ósk og Davíð í rómantísku fríi í Króatíu

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, eru stödd í Split í Króatíu í rómantísku og ævintýralegu fríi.

„Þetta væri einum of gott til að taka ekki þátt“

Alsatisha Sif Amon er 25 ára móðir sem hefur mikinn áhuga á tísku, söng- og leiklist. Að sögn Söshu, eins og hún er kölluð, hefur hana ætíð dreymt um að verða leikkona en sökum feimni skorti hana kjark til að taka skrefið. Sasha er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Ís­lenskar stjörnur flykkjast í sólina

Svo virðist sem Íslendingar hafi gefist upp á íslenskra sumrinu og flykkjast nú hver af öðrum út fyrir landssteinana í leit að sól og hækkandi hitastigi. Stjörnur landsins eru þar engin undantekning. Myndir af sólríkum ströndum, pálmatrjám og berum kroppum einkenna samfélagsmiðla þessa dagana. 

Pönnu­kökur með karamelliseruðum bönunum

Heilsukokkurinn og jógakennarinn Jana deildi girnilegri uppskrift að prótein pönnukökum með karamelliseruðum bönunum á Instagram-síðu sinni á dögunum. Þegar veðrið leikur okkur grátt er fátt huggulegra en að eiga notalega stund og töfra fram ljúffengar pönnukökur.

Förðunarfræðingur sem hræðist drauga

Emilíana Björk er nítján ára augnhára-förðunarfræðingur. Hún segist stefna á nám í snyrtifræði í framtíðinni og dreymir um að reka sína eigin snyrtistofu. Mamma Emilíönu er fyrirmynd hennar í lífinu en Emilíana er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Sól og sæla á Götubitahátíðinni

Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands. 

Sjá meira