Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fantaflottar í Fellunum

Á fast­eigna­vef Vísis má finna fjölda hrífandi eigna á höfuðborgar­svæðinu í öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók sam­an nokkr­ar fanta­flott­ar eign­ir í Fellahverfinu í Breiðholti. 

Tjúttandi tenór og rappari í Garðheimum

Það er sól á lofti svo gott sem alla daga en kalt í lofti og rok í kinnum. Það er hinsvegar hiti í blóðinu og hækkandi sól þýðir að það hefur aldrei verið eins mikið að gerast í samkvæmislífi landans.

Aron selur glæsiíbúð með öllu inn­búinu

AP24 ehf. félag í eigu Arons Pálmarssonar handboltakappa og fyrirliða íslenska karlalandsliðsins, hefur auglýst 101 fermetra íbúð við Austurhöfn í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 134,5 milljónir.

Fagnaði 29 árum með glæsiteiti á Edition

Ofurskvísan, listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý fagnaði 29 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Sunset á Edition við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta en gríðarleg stjörnuorka sveif yfir vötnum.

Súrsætur og elegant eftir­réttur

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir matarbloggari deildi ljúffengri uppskrift að súrsætum skyreftirrétti á vefsíðunni Döðlur og smjör. Berðu réttinn fram í fallegum glösum sem gerir það bæði þægilegt og elegant.

Ó­trú­legt sveitabrúðkaup í Hval­firðinum

Ofurhlaupaparið Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son og Simona Va­reikaité gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Innri-Hólms­kirkju í Hval­fjarðarsveit 6. apríl síðastliðinn, á tíu ára sambandsafmæli þeirra. Líf og fjör var í athöfninni og dilluðu hjónin sér út kirkjugólfið við mikil fagnaðarlæti gesta.

„Lífið verður gott þar til ég dey“

„Þegar ég horfi til baka þá hefur undirmeðvitundin mín aldrei klikkað þó ég hafi ekki alltaf haft vit á því að hlusta á hana,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill og lögfræðingur. Hún segir líf hennar hafi breyst til hins betra eftir að hún fór að standa betur með sjálfri sér og hlustað á undirmeðvitundina sem hefur varað hana við aðstæðum og einstaklingum.

Á golfsett en bíður eftir réttum kennara

Líney Sif Sandholt starfar sem flugfreyja hjá Icelandair ásamt því að reka hreingerningafyrirtækið LS-þrif. Hún lýsir sjálfri sér sem þrjóskri, metnaðarfullri og jákvæðri konu sem elskar að ferðast og skapa minningar með börnunum sínum tveimur.

Sjá meira