Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjörnum prýdd frum­sýning Saknaðarilms

Mikil gleði var á frumsýningu einleiksins Saknaðarilmur, sem byggður er á bókum Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar, í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikur einleikinn. Leikstjórn er í höndum Björns Thors, eiginmanns Unnar.

María Birta og Elli tóku upp nýtt eftir­nafn

Listahjónin María Birta og Elli Egilsson ákvaðu að taka upp nýtt eftirnafn eftir að þau fengu bandarískan ríkisborgararétt og bera nú nafnið Fox. Ástæðan var til að tengja fjölskylduna saman, en hjónin og dóttir þeirra Ingacia báru öll sitt hvort eftirnafnið.

Guðdómlegir ó­á­fengir kokteilar fyrir helgina

Jakob Eggertsson, sigurvegari í World Class barþjónakeppninni árið 2023 og meðeigandi baranna Jungle og Bingo, deilir uppskriftum að vinsælum óáfengum kokteilum með lesendum Vísis í tilefni Edrúar átaksins. 

Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. 

Unaðs­stund Elizu og Guðna

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu.

Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan

Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið.

Ástar­játningar og húð­flúr á Valentínusar­daginn

Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan.

Sjarmerandi hönnunarheimili með út­sýni til sjávar

Við Ásbúðartröð í Hafnarfirði má finna glæsilega endurnýjaða sérhæð á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni til sjávar. Um er að ræða 168 fermetra eign í fjölbýlishúsi frá árinu 1954.

Æðis­leg Dorrit stal senunni í Bíó Para­dís

Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu  þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 

Sjá meira