

fréttaþulur
Telma Tómasson
Telma Tómasdóttir er fréttamaður og fréttaþulur á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur
Héraðsdómur Suðurlands féllst síðdegis á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að úrskurða þrjá í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við manndrápsmálið í Gufunesi. Gæsluvarðhald var framlengt yfir tveimur karlmönnum í fjórar vikur og yfir einni konu í viku.

Bíða enn niðurstöðu um varðhald
Gerð hefur verið krafa um framlengingu gæsluvarðhalds um eina viku yfir þremur sakborningum í manndrápsmálinu í Gufunesi og bíður lögreglan á Suðurlandi niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur að óbreyttu út í dag.

Leita að línunni
Fundur samninganefnda í kennaradeildunni er að hefjast nú klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans.

Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta
Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað.

Fundi frestað fram yfir helgi
Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga annars vegar og kennara hins vegar luku fundi í Karphúsinu um fimmleytið, án þess að niðurstaða næðist í kjaradeilunni.

Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin
Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga.

Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar
Forstjóri Landsvirkjunar segir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur, sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi, valda vonbrigðum og munu hafa alvarlegar samfélagslegar afleiðingar.

„Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“
Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn.

Yazan Tamimi er maður ársins
Yazan Tamimi er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu.

Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir allan gang hafa verið á því í gegnum tíðina hversu langan tíma það hefur tekið fyrir flokka að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Það geti tekið daga, vikur eða mánuði. Hægt sé að horfa á málefnin eða setja sér markmið.