Fækkun í hópi þeirra sem þurfa sértæk úrræði hjá Landsbankanum Á síðustu tveimur árum hefur fækkað í hópi þeirra einstaklinga sem hafa fengið sérstök úrræði hjá Landsbankanum vegna greiðsluerfiðleika. Almennt er fjöldi slíkra mála hjá viðskiptabönkunum þremur lágur í sögulegu samhengi. 22.2.2022 08:17
Ærandi þögn um ofríki í Kanada Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada. 21.2.2022 09:04
Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18.2.2022 15:21
Eik bindur vonir við að Borgarlínan glæði eftirspurn niðri í bæ Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði í miðbænum var dræm á síðasta ári samkvæmt nýrri ársskýrslu Eikar fasteignafélags. Forstjóri félagsins segir að tilkoma Borgarlínunnar muni breyta stöðunni til muna. 18.2.2022 11:48
Eldsneytisverð þrýstir upp kostnaði Icelandair, spá háu verði út árið Hátt eldsneytisverð er ein helsta skýringin á því að einingakostnaður Icelandair í fyrra var mun hærri en flugfélagið spáði í fjárfestakynningu sem það birti fyrir hlutafjárútboðið 2020. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Innherja. 17.2.2022 09:27
Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum. 16.2.2022 16:23
Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16.2.2022 13:26
Einingakostnaður Icelandair talsvert hærri en spá félagsins fyrir útboðið Nokkrar af helstu lykiltölunum í ársuppgjöri Icelandair Group voru undir þeim markmiðum sem sett voru fram í fjárfestakynningunni sem flugfélagið útbjó fyrir hlutafjárútboðið 2020. Einingakostnaður félagsins, helsti mælikvarðinn á samkeppnishæfni flugfélaga, reyndist 15 prósentum hærri en spá. 16.2.2022 07:00
Reitir greina hótelmarkaðinn áður en samstarfið við Hyatt verður tekið lengra Fasteignafélagið Reitir bíður eftir ýtarlegri skýrslu um stöðu íslenska hótelmarkaðarins áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í þróun á gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Enn er í gildi samkomulag við alþjóðlegu hótelkeðjuna Hyatt Hotels Corporations um opnun á hóteli undir merki keðjunnar. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Reita í morgun. 15.2.2022 10:38
Fjárfestar róast eftir ólgusaman morgun í Kauphöllinni Áhyggjur af mögulegum átökum í Úkraínu settu svip á evrópsk hlutabréf í morgun og fór Kauphöllin ekki varhluta af verðlækkunum. Miklar lækkanir gengu þó að nokkru leyti til baka þegar jákvæðar fréttir bárust úr austri. 14.2.2022 16:57