Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17.1.2022 12:30
Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. 11.1.2022 12:09
Eftirlitið segir stjórnvöldum að hafa hemil á Isavia Samkeppniseftirlitið segir háttsemi Isavia á síðustu árum vekja áleitnar spurningar um það hvernig ríkisfyrirtækið nálgast samkeppni og samkeppnismál. Eftirlitið hefur beint tilmælum til ráðherra málaflokksins sem miða að því að skapa heilbrigða umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, draga úr óhagkvæmni í rekstri hans og efla ferðaþjónustu. 10.1.2022 14:02
Útsvarstekjur borgarinnar jukust um 7,4 prósent milli ára Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 84 milljörðum króna á árinu 2021 og jukust um 7,4 prósent milli ára. Aukningin er á pari við meðalaukningu útsvarstekna sveitarfélaga í fyrra en af sex stærstu sveitarfélögunum var minnsta aukningin hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta má lesa úr nýjum tölum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. 7.1.2022 14:46
Þrjú fyrirtæki með yfir 90 prósent af kolefnisspori eignasafnsins Íslenski lífeyrissjóðurinn hefur birt ítarlegt mat á UFS-þáttum eignasafnsins en á meðal þess sem matið varpar ljósi á er að sú staðreynd að rekja má meira en 90 prósent af kolefnisspori innlenda eignasafnsins til þriggja skráðra fyrirtækja. 7.1.2022 11:17
Veðtökuhlutfallið hefur ekki verið lægra um árabil í Kauphöllinni Veðsetning hlutabréfa í Kauphöllinni hefur ekki verið minni í meira en fjögur ár ef hún er sett í samhengi við heildarmarkaðsvirði skráðra félaga. Þetta má lesa úr nýbirtum tölum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar yfir veðsetningu hlutabréfa. 5.1.2022 14:01
Fjármálastjóri Eskju og eigandi ÞG Verks taka sæti í stjórn Magns Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, og Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi verktakafélagsins ÞG Verks, hafa tekið sæti í stjórn færeyska félagsins P/F Magn. Þetta kemur fram í frétt færeyska miðilsins KVF. 4.1.2022 14:00
Ríkisbréfaeign lífeyrissjóða jókst talsvert í fyrra Lífeyrissjóðir bættu talsvert við hlut sinn í ríkisskuldabréfum á árinu 2021. Sjóðirnir áttu 41 prósenta af markaðsverði útistandandi ríkisskuldabréfa í lok nóvember í fyrra samanborið við 35 prósent í lok nóvember 2020. Þetta kemur fram í nýútgefinni stefnu ríkissjóðs í lánamálum til ársins 2026. 4.1.2022 10:47
Markaðurinn fái ekki „mikla magaverki“ af útgáfu ríkisbréfa í ár Áform ríkissjóðs um útgáfu mun lengri skuldabréfa en áður eru jákvæðar fréttir að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði. Löng ríkisskuldabréf gefa lífeyrissjóðum færi á að verja langar skuldbindingar sínar betur en áður og á hærri vöxtum. Auk þess búa þau til raunverulegan viðmiðunarferil fyrir langa vexti og verðbólguvæntingar sem fjármögnun allra annarra í krónum mun taka mið af. 3.1.2022 17:00
Gefa út ríkisbréf fyrir 160 milljarða og kynna mun lengri flokka Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs fyrir árið 2022, sem var birt rétt fyrir áramót, gerir ráð fyrir útgáfu ríkisbréfa fyrir um 160 milljarða króna. Heildarútgáfa ársins verður því 20 milljörðum lægri en árið 2022. 3.1.2022 11:38