Strangari reglur hjá Seðlabankanum en ráðuneytinu í útboði Íslandsbanka Engum starfsmanni Seðlabanka Íslands var heimilt að taka þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka en langflestum starfsmönnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins var heimilt að kaupa bréf í útboði bankans, að því gefnu að þær byggju ekki yfir innherjaupplýsingum. Þetta kemur fram í svari stofnananna við fyrirspurnum Innherja. 6.12.2021 10:01
Guðbjörg bætti við hlut sinn í Eik Fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu, keypti hlutabréfa í fasteignafélaginu Eik fyrir meira en 200 milljónir króna í nóvember. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Eikar. 3.12.2021 20:00
Gildi leggur meiri áherslu á innlend hlutabréf á næsta ári Gildi lífeyrissjóður mun auka vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni samtryggingardeildar sjóðsins um tvö prósent á næsta ári og minnka vægi skuldabréfa til samræmis. Þetta kom fram á sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundi sjóðsins sem var haldinn í lok nóvember. 3.12.2021 17:00
Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019. 3.12.2021 09:33
Streymisveita ríkisins verður „heljarinnar maskína“, segir stjórnandi hjá Nova Ríkið mun fjárfesta að óþörfu og skapa varanlegan kostnað ef áform þess um þróun á streymisveitu verða að veruleika. Innlendar streymisveitur, sem geta tekið að sér að dreifa íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum, eru nú þegar til staðar og ríkið þyrfti að eyða miklu púðri í að halda streymisveitunni í takt við tímann. Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova. 3.12.2021 07:01
Frjálsari séreign muni efla verðbréfavitund almennings Áform stjórnvalda um að auka frelsi fólks til að ráðstafa séreignarsparnaði eru til þess fallin að auka skilvirkni hlutabréfamarkaðarins og ýta undir frekari vitundarvakningu hjá almenningi. Þetta segja viðmælendur Innherja á markaðinum. 2.12.2021 20:01
Gréta María lætur af störfum hjá Brimi Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá útgerðinni. 2.12.2021 14:09
Framkvæmdastjóri SAF: „Gott að sjá að stefnuplaggið fari ekki ofan í skúffu“ Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna komi inn á margar af þeim áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir. Hann býst við að eiga gott samtal við stjórnvöld um skuldastöðu ferðaþjónustunnar þótt hennar sé ekki getið neins staðar í sáttmálanum. 2.12.2021 09:02
Kauphallarfélögin fá meiri vigt í vísitölu MSCI Íslensk kauphallarfélög fengu í dag meiri vigt en áður í vísitölunni MSCI FM 100, sem inniheldur hundrað stærstu fyrirtækin í Frontier Markets hlutabréfavísitölunum, sem fyrirtækið MSCI heldur úti. 1.12.2021 12:53
HÍ kaupir í Carbfix og stofnar félag utan um sprotasafnið Háskóli Íslands eignast smávægilegan hlut, ríflega 0,1 prósent, í Carbix, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, með nýrri heimild sem finna má í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022 sem var lagt fram á Alþingi í gær. Jafnframt er háskólanum heimilt að stofna sérstakt félag utan um eignarhald á rannsóknar- eða sprotafyrirtækjum. 1.12.2021 09:00