Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“

Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur.

„Stökk upp í rúm og sparkaði í­trekað í höfuðið á honum“

Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést.

Fá svæði á líkama þar sem voru engir á­verkar

Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 

Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eigin­konu snúið við

Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi.

Geð­læknar ó­sam­mála um á­stand Dag­bjartar

Geðlæknir sem tók að sér að meta Dagbjörtu Rúnarsdóttur árið 2021 og geðlæknir sem sá um að meta Dagbjörtu vegna Bátavogsmálsins svokallaða eru í stórum dráttum ósammála um ástand og geðrænt mat hennar. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sextugum karlmanni að bana í september á síðasta ári á heimili þeirra í Bátavogi.

Snúa vörn í sókn og kynna eld­fjalla­leið fyrir ferða­menn

„Við finnum það að þetta nýtist vissulega vel í þessa umræðu um Ísland. Það er búin að vera mjög viðkvæm umræða um Ísland og eldvirknina. Það birtust fjölmargar greinar um Ísland í erlendum fjölmiðlum með röngum upplýsingum og fólk varð smeykt að ferðast til Íslands.“

Tækni­skólinn og Kvenna­skólinn vinsælastir

Innritun nemenda í framhaldsskóla er nú lokið en alls bárust 4.677 umsóknir fyrir haustið. Flestar umsóknir voru með Tækniskólann eða Kvennaskólann í vali eitt eða tvo. Öllum umsækjendum var tryggt pláss í skóla fyrir veturinn.

Sjá meira