Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er bara komið til að vera“

Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. 

Von­góð um að ís­lenskir læknar er­lendis muni snúa heim

Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina.

Fram­úr­skarandi Ís­lendingur sendur úr landi

Margmenni kom saman á Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa til að mótmæla yfirvofandi brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Systurnar verða aðskildar frá fjölskyldu sinni og segir eldri systirin það blendnar tilfinningar að hafa fengið viðurkenningu frá forsetanum á dögunum áður en henni verður vísað úr landi.

Hver er Assad? Lækna­neminn sem varð að ein­ræðis­herra

Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar.

Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað

Aurflóð varð rétt í þessu úr Eyrarhlíð og rann yfir veginn sem liggur um svæðið. Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að loka veginum vegna hættu sem steðjar að vegfarendum.

Leið­togi upp­reisnar­manna sé banda­maður Banda­ríkja

Leiðtogi uppreisnarmanna í Sýrlandi sameinaði mismunandi fylkingar og beið eftir því að athygli Rússlands væri í Úkraínu og athygli Írans í Ísrael til að grípa til skyndisóknar gegn Assad-stjórninni sem væri þá veik án viðvarandi stuðnings sinnar helstu bandamanna. Aðgerðir uppreisnarmanna voru vel skipulagðar.

Galið að lán miðist við stýrivexti Seðla­bankans

„Til að bæta gráu ofan á svart, þá miðast óverðtryggð og allt að því verðtryggð lán á Íslandi að stórum hluta til við stýrivexti Seðlabankans. Í mínum huga er þetta alveg galið. Seðlabankavextir eru sú prósenta sem að fjármálastofnanir fá fyrir að leggja pening inn í Seðlabankann til sjö daga í senn. Vaxtakjör íslenskra heimila, óverðtryggðra og óbeint verðtryggðra vaxta miðast við sjö daga innlán hverju sinni. Það segir sig nokkuð sjálft að þegar þú ert að líta á þessar sveiflur að þá eru miklu meiri sveiflur í skammtíma vöxtum.“

Sjá meira