VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24.8.2022 10:43
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. 24.8.2022 09:00
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24.8.2022 08:30
Ekki gaman að sjá glæný för á heimleiðinni eftir þrotlausa vinnu við lagfæringar Vösk sveit Austurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4 hélt á fjöll í gær til að reyna eyða ummerkjum um grófan utanvegaakstur á Kverkfjallaleið, norðan Vatnajökuls. Verkið gekk vel að sögn formanns deildarinnar, en þó var leiðangursmönnum ekki skemmt þegar ný för eftir utanvegaakstur voru sjáanleg á heimleiðinni. 22.8.2022 15:00
Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22.8.2022 12:30
Harmar það að þurfa að stefna Köru Connect Embætti landlæknis hefur stefnt Köru Connect til þess að fá úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli sem tengist innkaupum embættisins á hugbúnaðarþróun. Embættið segist harma það að þurfa að fara þessa leið. 22.8.2022 12:09
„Eiginlega alveg öruggt“ að gosinu sé lokið Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé eiginlega alveg öruggt að eldgosinu í Meradölum sé lokið. 22.8.2022 09:23
Frysta verð til að berjast gegn verðbólgunni Franska verslunarkeðjan Carrefour hyggst leggja baráttunni gegn verðbólgu í Frakklandi lið með því að frysta vöruverð á hundrað vörum. 22.8.2022 07:56
Máli Sverris gegn Sindra vísað frá Landsrétti Landsréttur hefur vísað frá meiðyrðamáli Sverris Einars Eiríkssonar gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni. Sverrir reiddi ekki fram málskostnaðartryggingu vegna áfrýjunarinnar. 19.8.2022 14:17
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19.8.2022 12:26