Sjö bítast um fimm sæti í stjórn Sýnar Tilnefningarnefnd Sýnar vegna yfirvofandi stjórnarkjörs í félaginu metur það svo að þeir sjö frambjóðendur sem vilja komast í stjórn félagsins. séu allir hæfir til stjórnarsetu. Stjórnarformaður Sýnar sækist ekki eftir endurkjöri. 19.8.2022 10:52
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19.8.2022 09:43
Flaug dróna eins nálægt og hægt er að komast gosinu Breski drónaljósmyndarinn Louis Houiller, náði nokkuð mögnuðu myndskeiði af eldgosinu í Meradölum á dögunum. 18.8.2022 23:21
Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18.8.2022 23:16
Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18.8.2022 21:47
Hringir í Pútín eftir leiðtogaviðræður Takmarkaður árangur virðist hafa náðst í viðræðum leiðtoga Tyrklands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna í dag. Tyrklandsforseti hyggst ræða efni fundarins við Vladímir Pútín, forseta Rússlands. 18.8.2022 21:04
Gul viðvörun vegna úrhellisrigningar Spáð er úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt og á morgun. Gul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á svæðinu í nótt sem og á Vestfjörðum. 18.8.2022 19:49
Haraldur vildi verða skattakóngurinn Haraldur Ingi Þorleifsson, sem var næstlaunahæsti Íslendingurinn á síðasta ári, segist hafa vonast til þess að verða skattakóngur Íslands fyrir síðasta ár. 18.8.2022 17:50
Tíu látin eftir að moska var sprengd í loft upp í Kabúl Minnst tíu eru látin og fjöldi særður eftir að sprenging varð í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í kvöld. 17.8.2022 23:10
Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17.8.2022 22:26