„KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19.3.2024 18:31
Man ekki eftir viðlíka ummælum og vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði fótboltamanninn Albert Guðmundsson fyrir meint kynferðisbrot, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns í dag þar sem kallað er eftir afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands. Niðurfelling á máli Alberts var kærð í dag. 19.3.2024 13:38
Adrenalínið bætir upp fyrir slæmu dagana Thelma Aðalsteinsdóttir vann Íslandsmótið í áhaldafimleikum þriðja árið í röð um helgina og vakti þá einnig athygli í grein sem hún vann þó ekki. 19.3.2024 10:30
Kornabörn þurfa sér sæti á ÓL: „Vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni“ Foreldrar ungabarna kvarta yfir reglubreytingu í kringum Ólympíuleikana í París þar sem börnunum verður meinaður aðgangur nema búið sé að greiða fyrir miða í sér sæti. 18.3.2024 14:51
Landsliðshópur Íslands: Albert með en Rúnar Alex og Gylfi ekki Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, hefur kynnt leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson er utan hópsins en Albert Guðmundsson er með. 15.3.2024 15:46
Flestir spenntir fyrir Gylfa en ekki allir Mikil spenna virðist vera á meðal Valsara vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til liðsins. Púlsinn var tekinn meðal almennings í Valsheimilinu í gær. 15.3.2024 15:01
Tveir mánuðir í Aron Elís Töluvert er í að Aron Elís Þrándarson stígi inn á völlinn með Víkingum og ljóst að hann missir af upphafi Íslandsmótsins. Þó fór betur en áhorfðist. 15.3.2024 14:01
„Kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fagnar komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann segir hafa verið snúið að ganga frá samningum en þó ekki að fjármagna samninginn sem sé innan velsæmismarka. 15.3.2024 12:31
Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15.3.2024 10:42
Leikið fyrir Píeta í Vesturbænum Körfuknattleiksdeild KR stendur fyrir sérstökum styrktarleik fyrir Píeta samtökin er liðið mætir ÍA í 1. deild karla í körfubolta í Frostaskjóli í kvöld. 15.3.2024 10:00