Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14.3.2024 16:16
Belgar verða í Tinnatreyjum á EM Það styttist í Evrópumót karla í fótbolta í sumar og knattspyrnusambönd farin að kynna búninga sína fyrir komandi mót. Belgar munu heiðra eina frægustu sögupersónu í sögu lands og þjóðar. 14.3.2024 15:01
Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14.3.2024 13:30
Á óvænt tengsl við Mourinho og segir fallega sögu Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar. 14.3.2024 12:30
Mbappé brjálaður vegna kebabs og hótar lögsókn Kylian Mbappé hyggst lögsækja eiganda kebabstaðar í Marseille vegna lýsingar á samloku á staðnum sem vísar í nafn hans. Brauðinu í lokunni er sagt líkja til höfuðlags frönsku stjörnunnar. 14.3.2024 10:30
Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. 14.3.2024 10:02
Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14.3.2024 09:46
Þriðju deildarliðið sjokkerar menn í Þýskalandi Þriðju deildarlið Saarbrücken fer mikinn í þýsku bikarkeppninni og vann enn einn stórsigurinn í gær. Borussia Mönchengladbach er nýjasta fórnarlamb Saarbrücken sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. 13.3.2024 15:00
Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13.3.2024 13:25
Liðið sem getur ekki unnið vítaspyrnukeppni Arsenal komst í gærkvöld áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á kostnað portúgalska liðsins Porto. Það er ekkert nýtt að Porto tapi í vítaspyrnukeppni. 13.3.2024 12:30