Fer Eiður Smári í Vesturbæinn? Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila. 20.10.2023 07:00
Vesturbæingar leggja til þjálfara KR: Willum á rangri hillu, Lars, Skarphéðinn eða fyrsta konan? Margir velta fyrir sér hver eigi að taka við karlaliði KR í fótbolta þessa dagana. Vísir stökk í vettvangsferð í Vesturbæinn í von um niðurstöðu í málinu. 19.10.2023 23:31
Rúnar staðfestir viðræður | Fram vill ráða sem allra fyrst Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19.10.2023 10:27
Stórar hugmyndir – lítil samskipti: „Veldur okkur áhyggjum“ Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal. 14.10.2023 09:01
Brady hleður Brock lofi Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni, er á bleiku skýi þessa dagana. Lið hans hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á leiktíðinni og er honum líkt við goðsögnina Tom Brady. Sá síðarnefndi hefur mikið álit á Purdy. 12.10.2023 16:00
„Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Þar var hann spurður út í samkomulag við fyrrum aðstoðarmann sinn, Jon Dahl Tomasson. 12.10.2023 15:31
Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12.10.2023 15:02
Liverpool þarf að endurgreiða miða er framkvæmdir frestast enn frekar Framkvæmdir á Anfield Road stúkunni á Anfield, heimavelli Liverpool, frestast enn frekar og neyðist liðið til að endurgreiða miða á grannaslag liðsins við Everton. 12.10.2023 14:02
Dánarorsök leikmanns enn óþekkt Dánarorsök Maddy Cusack, fyrrum leikmanns Sheffield United á Englandi, liggur ekki fyrir eftir rannsókn. Sú rannsókn hefur verið framlengd um sex vikur. 12.10.2023 13:01
Háttsettur aðili innan FIFA handtekinn fyrir spillingu og mútuþægni Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur hinum kínverska Du Zhaocai, fyrrum varaforseta asíska knattspyrnusambandsins, vegna spillingar og meintrar mútuþægni. 12.10.2023 12:30