Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr. 28.12.2024 09:49
Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Freyr Alexandersson, fyrrum stjóri Kortrijk í Belgíu, fer í starfsviðtal hjá KSÍ líkt og Arnar Gunnlaugsson. Þriðji aðilinn er erlendur. 27.12.2024 17:55
Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Stuðningsmenn Chicago Bears í NFL-deildinni vestanhafs hafa ekki haft miklu að fagna þessi jólin. Eða þetta allt þetta tímabil, raunar. Algjörlega vonlaus leikur liðsins við Seattle Seahawks í nótt tók botninn úr. 27.12.2024 15:33
Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Curtis Jones, miðjumaður Liverpool, lék í gær sinn hundraðasta leik fyrir félagið og hélt upp það með marki í 3-1 sigri á Leicester. Jones hafði þó ekki hugmynd um áfangann fyrr en hans gamli stjóri benti honum á það. 27.12.2024 14:18
Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Víkingur leitar erlendra leikvalla fyrir heimaleik liðsins við gríska liðið Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur, frekar en aðrir vellir hérlendis. 27.12.2024 11:59
Harmur hrokagikksins Haaland Norðmaðurinn Erling Haaland hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, frekar en liðsfélagar hans í Manchester City. Enginn hefur klúðrað fleiri marktækifærum í ensku úrvalsdeildinni frá því að Norðmaðurinn lét hrokafull ummæli falla eftir jafntefli við Arsenal í haust. 27.12.2024 11:30
Gary sem stal jólunum Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld. 27.12.2024 09:30
Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Freyr Alexandersson kveðst hafa dregið mikinn lærdóm af tíma sínum með Kortrijk í Belgíu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni. Starfsfólk félagsins var sorgmætt þegar þjálfarinn kvaddi. 24.12.2024 08:00
Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli. 23.12.2024 16:33
Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Taktar félaganna Jared Goff og Jahmyr Gibbs í liði Detroit Lions í öruggum sigri liðsins á Chicago Bears í NFL-deildinni í gær hafa vakið töluverða lukku. Báðir féllu þeir viljandi við til að slá vörn Bjarnanna út af laginu, sem skilaði snertimarki. 23.12.2024 15:45