Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tæplega tvö hundruð vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi. Langflestar þeirra eru virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ó­sáttir við garð­hýsi í Grjóta­þorpinu

Tveir íbúar í grjótaþorpinu eru ósáttir við svör sem þeir hafa fengið frá borginni vegna garðhýsis sem nágranni þeirra hefur sett upp. Borgin er eini umsagnaraðilinn að byggingunni, sem liggur að borgarlandi.

„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin full­bólu­sett“

Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar.

„Við erum frekar að fylgja svart­sýnni spánni“

Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum.

Breyta reglu­gerð til að létta á sótt­varna­húsum

Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda.

Menningarnótt aflýst

Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 

Sjá meira