Hugðust ráðast á fjölda fólks á kjördag og deyja píslardauða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2024 07:03 Dómsmálaráðherrann Merrick Garland og Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar, tjáðu sig um málið í gær. epa/Jim Lo Scalzo Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið mann frá Afganistan, sem var búsettur í Oklahoma, í tengslum við fyrirhugaða hryðjuverkaárás á kjördag, 5. nóvember. Hugðist hann fremja árásirnar í nafni Ríkis íslam. Nasir Ahmad Tawhedi, 27 ára, hefur verið ákærður fyrir að leggja á ráðin um árásina og aflað skotvopna. Þá hefur hann verið ákærður fyrir að freista þess að aðstoða Ríki íslam. Tawhedi er sagður hafa skipulagt árásina í samstarfi við mág sinn, sem er ólögráða. Hann er sagður hafa játað í yfirheyrslum að þeir hafi haft í hyggju að láta til skarar skríða í fjölmenni þegar Bandaríkjamenn kjósa næsta forseta. Þeir hafi gert ráð fyrir að deyja píslardauða. Tawhedi er sagður hafa verið kominn nokkuð langt með áætlun sína en hann hafði meðal annars hafið sölu á eignum fjölskyldunnar til að standa straum af kostnaðinum við að senda hana og koma henni fyrir í Afganistan. Tawhedi var handtekinn eftir að hann setti sig í samband við heimildarmann FBI í Oklahoma, sem sagðist hafa selt honum tvo AK-47 riffla og skotfæri. Við rannsókn málsins kom í ljós að Tawhedi hafði átt í samskiptum við einstakling sem hann taldi millilið fyrir Ríki íslam. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Washington Post. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Sjá meira
Hugðist hann fremja árásirnar í nafni Ríkis íslam. Nasir Ahmad Tawhedi, 27 ára, hefur verið ákærður fyrir að leggja á ráðin um árásina og aflað skotvopna. Þá hefur hann verið ákærður fyrir að freista þess að aðstoða Ríki íslam. Tawhedi er sagður hafa skipulagt árásina í samstarfi við mág sinn, sem er ólögráða. Hann er sagður hafa játað í yfirheyrslum að þeir hafi haft í hyggju að láta til skarar skríða í fjölmenni þegar Bandaríkjamenn kjósa næsta forseta. Þeir hafi gert ráð fyrir að deyja píslardauða. Tawhedi er sagður hafa verið kominn nokkuð langt með áætlun sína en hann hafði meðal annars hafið sölu á eignum fjölskyldunnar til að standa straum af kostnaðinum við að senda hana og koma henni fyrir í Afganistan. Tawhedi var handtekinn eftir að hann setti sig í samband við heimildarmann FBI í Oklahoma, sem sagðist hafa selt honum tvo AK-47 riffla og skotfæri. Við rannsókn málsins kom í ljós að Tawhedi hafði átt í samskiptum við einstakling sem hann taldi millilið fyrir Ríki íslam. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Washington Post.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Sjá meira