Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna

Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra.

„Ég vil ekki vera leiðin­legi gæinn í partíinu“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir daginn í dag marka áfangasigur í baráttunni við kórónuveiruna, en eins og greint hefur verið frá falla allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hér innanlands niður á miðnætti. Þórólfur telur þó ekki um fullnaðarsigur að ræða.

Enn slatti af bóluefni eftir og opið inn í kvöldið

Ennþá er opið í bólusetningu gegn Covid-19 og segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að enn séu um 500 skammtar eftir í Laugardalshöllinni. Líklega verði opið þar til klukkan 20:00 að minnsta kosti.

Klókir kjúklingasalar auglýsa á besta stað í bólusetningu

Auglýsing fyrir kjúklingastað er nú meðal þess sem birtist á stjórum skjá inni í stóra sal Laugardalshallar og tekur á móti höfuðborgarbúum sem hyggjast láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir kjúklingastaðinn hafa átt hugmyndina að birtingu auglýsingarinnar, sem vel hafi verið tekið í.

Telur orð­róm um að ungt fólk svindli á bólu­setningu hæpinn

Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist ekki hafa orðið var við það að ungt fólk mæti í bólusetningu í Laugardalshöll, láti skanna strikamerkið sitt og yfirgefi svo svæðið án þess að fá sprautu. Með því væri hægt að fá bólusetningarvottorð án þess að hljóta fulla bólusetningu.

Bíll brann í Vest­manna­eyjum

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var ræst út upp úr klukkan níu í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um mikinn reyk sem lagði frá athafnasvæði sorpeyðingarstöðvarinnar í sveitarfélaginu.

Sjá meira